3.9 C
Selfoss

Vinningsahafar Jólasögu Dagskrárinnar

Vinsælast

Í desember óskaði Dagskráin eftir jólasögu. Hlutskörpust varð saga systranna Hugrúnar Lísu og Katrínar Lísu Guðmundsdætra. Systurnar ganga báðar í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Við tókum hús á þeim á dögunum og veittum þeim verðlaun frá Bókakaffinu og Bókaútgáfunni Sæmundi. Í verðlaun voru bækurnar Ævintýra garðurinn og Forystu-Flekkur. Þær voru heldur glaðbeittar systurnar þegar þær tóku á móti blaðamanni við tilefnið.

Hvernig datt ykkur sagan í hug?„Mamma spurði okkur hvernig við héldum að jólasveinarnir myndu líta út ef þeir yrðu til núna. Þá fórum við að upphugsa hvernig þeir yrðu og datt til dæmis í hug að einn væri Símasveinn og færi strax í símabúð þegar hann kæmi til byggða. Þannig byrjaði þetta.

Afhverju létuð þið hina jólasveinana hverfa?„Það var til að sagan yrði meira spennandi og þannig að hún yrði skemmtileg. Aðspurðar að því hvort þeim þætti erfitt að skrifa svona sögu neituðu báðar og sögðu í einum kór að það hefði verið mjög skemmtilegt að skrifa hana. Hafið þið skrifað svona sögur áður? „Nei við höfum ekki skrifað svona áður. Við skrifum samt svolítið í skólanum.“ Viljið þið segja eitthvað um söguna svona að lokum? „Þetta er mjög spennandi og skemmtileg saga og það er alltaf gaman að hlusta á hana.“ Blaðamaður tekur sannarlega undir þessi lokaorð. Við óskum systrunum til hamingju með vinninginn og til lukku með skemmtilega jólasögu.

 

 

Nýjar fréttir