3.4 C
Selfoss

Byrgjum brunninn – Félagsráðgjafar á Suðurlandi skrifa um velferðarmál

Vinsælast

Verndandi þættir

Góð sjálfsmynd og færni í félagslegum samskiptum eru verndandi þættir en barn með jákvæða sjálfsmynd er líklegra til að standast þrýsting frá jafningjum og er síður líklegt til þess að leiðast út í neyslu vímuefna. Margt getur haft áhrif á það hvernig sjálfsmynd barna þróast og ljóst er að það er á ábyrgð okkar allra að skapa samfélag þar sem börnum líður vel og þar sem þau fá þá þann stuðning og þá þjónustu sem þau þurfa til að geta blómstrað.

Eitt af því sem hefur sýnt sig vera mikilvægasti hlekkurinn þegar kemur að forvörnum eru tengsl barna og foreldra. Við sem vinnum með börnum og foreldrum þeirra heyrum gjarnan tvær lífseigar mýtur. Barninu mínu er sama hvað mér finnst. Börn og þá sérstaklega unglingar láta stundum eins og þeim sé sama hvað foreldrum þeirra finnst. Rannsóknir hafa hinsvegar sýnt að þeim stendur þvert á móti ekki á sama og mikilvægt er að við foreldrar tökum skýra afstöðu gegn vímuefnaneyslu og ræðum þessi mál við börnin okkar. Ég vil ekki vera of ströng/strangur. Í sumum tilvikum eru foreldrar hræddir við að setja reglur og fylgja þeim eftir og/eða leggja ofuráherslu á vinatengsl við barnið sem getur komið niður á því hversu áhrifaríkt uppeldið verður. Foreldrar eiga ekki að vera hræddir við setja börnum og unglingum mörk. Þau munu reyna að sjá hversu langt þau komast til að sveigja reglurnar en þá reynir einmitt á hlutverk okkar sem ábyrgðaraðila. Börn sem búa við skýran ramma og reglur eru líklegri til að upplifa sig búa við öryggi og umhyggju.

Forvarnir hefjast þegar hætturnar virðast víðs fjarri

Samvera fjölskyldunnar er mikilvægur þáttur í þroska og velferð barna og unglinga en einnig skiptir miklu máli að fylgjast með börnum og ungmennum í leik og starfi, það getur meðal annars falið í sér að leggja sig fram um að þekkja vini barnanna, vita hvar börnin halda sig, spyrja spurninga og vera í samskiptum við foreldra vina. Einnig er mikilvægt að börn læri að tjá tilfinningar sínar á heilbrigðan hátt til að minnka líkur á að óþægilegar tilfinningar brjótist út í neikvæðu hegðunarmynstri.

Ýmsir verndandi þættir geta dregið úr líkum á því að börn og unglingar ánetjist vímuefnum en hér hefur aðeins verið fjallað um hluta þeirra. Mikilvægt er að við séum meðvituð um hvaða þættir þetta eru og vinnum sameiginlega að því að styrkja unga fólkið okkar.

Nýjar fréttir