-1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Börn í umferðinni

Börn í umferðinni

0
Börn í umferðinni
Haukur Gíslason, öku- og grunnskólakennari.

Öryggi barna í umferðinni hefur lengi verið í umræðunni og nauðsynlegt að vera vel vakandi yfir þeirra þátttöku þar. Börn eru veigamiklir þátttakendur í umferðinni, annaðhvort sem „virkir“ vegfarendur þá er átt við að þau taki þátt í umferðinni eða „óvirkir“ vegfarendur sem farþegar í einhverju ökutæki. Í dimmasta skammdeginu þarf að huga að mörgu er viðkemur börnum í umferðinni. Þau eru á ferðinni í öllum veður- og birtuskilyrðum. Eins og fram kemur í skýrslunni Öryggi barna í umferðinni: Slys og fræðsla tekur það börn mörg ár að þekkja á sitt umferðarumhverfi og þau mun líklegri til að lenda í minniháttar slysum en fullorðnir. Færni og kunnátta barna verður betri með hverju árinu sem líður og foreldrar hafa aukna trú á því að börnin geti leyst mörg vandamál sem upp kunna að koma í umferðinni á eigin spýtur. Börn skilja ekki hættur í umhverfinu eins og foreldrar langt fram eftir aldri, skilja ekki alltaf fyrirmæli eins og lagt var upp með, reynsla þeirra til að nota skynfærin á réttan hátt er ekki fullþroskuð og skilningur á að rýna í aðstæður sömuleiðis. Dómgreind og atferlismunstur er ekki fullmótað sem hefur áhrif á hegðun þeirra í umferðinni. Að auki má nefna að athygli barna er ábótavant því þau eiga í erfiðleikum með að beina athyglinni að fleiru en einu í einu. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á börn í umferðinni og gerir þau útsettari fyrir hættu á að lenda í slysum frekar en fullorðnir. Því er það afskaplega mikilvægt að þeir sem fullorðnir eru sýni varkárni og tillitssemi í umferðinni svo hún gangi hnökralaust fyrir sig. Hætturnar leynast víða og því eru um að gera að reyna að fækka þeim aðstæðum sem geta leitt til slyss. Hér að neðan má sjá nokkra af þeim þáttum sem mikilvægt er að huga að:

  • Nota endurskinsmerki
  • Nota bílbelti
  • Nota hjálm
  • Hafa ljós og eða endurskinsmerki á hjólum.
  • Foreldrar hleypi börnum úr bíl á öruggum stað, það er upplýstu bílastæði eða stað sem ætlaður er til að hleypa börnum úr bíl
  • Sýna sérstaka tillitssemi við grunnskóla, leikskóla og aðra staði sem börn eru á ferli.
  • Börn undir 150 cm hæð eiga EKKI að vera í framsæti þar sem öryggispúði er virkur.

Hjálpumst öll að við að vera á varðbergi, höfum athyglina í lagi og sýnum tillitssemi.

Haukur Gíslason, öku- og grunnskólakennari.