-1.1 C
Selfoss

Karlakór Selfoss flytur lagið Jólin alls staðar

Dfs.is brá sér á hátíðlega tónleika Karlakórs Selfoss sem haldnir voru í Selfosskirkju nú á dögunum. Þéttskipað var í salnum af fólki á öllum aldri. Dagskráin var í alla staði hin vandaðasta og þétt skipuð jólalögum, bæði gömlum „jólastandördum“ og öðrum nýrri og ekki síðri, m.a. úr smiðju þeirra Baggalútsmanna. Eitt þeirra laga sem flutt var, og er í spilaranum hér að ofan nefnist „Jólin alls staðar“. Það tilheyrir frekar fyrri tíð en margir kannast við lagið í flutningi systkinanna Ellýar- og Vilhjálms Vilhjálms.

Við komum til með að birta sitthvað fleira frá tónleikunum yfir hátíðarnar.

Fleiri myndbönd