Veitingastaðurinn Gamla fjósið undir Eyjafjöllum býður lesendum Dagskrárinnar og dfs.is upp á humarsúpu. Súpan er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og er höfð í forrétt á aðfangadag.
Humarsúpa fyrir fjóra
500 gr. humar í skel
Hálfur meðalstór laukur – saxaður
3 hvítlauksgeirar, 1 í súpuna og 2 í hvítlaukssmjörið (annars er smekksatrið með hvítlaukinn)
Karrý, sítrónupipar, salt og pipar
2–3 dl hvítvín
1 dós af tómötum (ca. 400 gr.)
Vatn ca. 400 gr.
300 gr. smjör
Rjómi/hveiti/fiskisósa/koníak (má sleppa)
Steikið humarinn í hvítlaukssmjöri – látið hann kólna og skelflettið hann.
Steikið laukinn í smjöri og bætið kryddinu og skelinni saman við og látið krauma í smá stund.
Þá er tómötum, hvítvíni og vatni bætt við og sjóðið við vægan hita undir loki í 4 til 5 tíma.
Þá er súpan sigtuð, jöfnuð með hveiti og bragðbætt með rjóma og fiskisósu.
Humrunum bætt út í og að síðustu koníakinu ca. 1 matskeið á mann rétt áður en súpan er borin fram með hvítlauksbrauði.