-7 C
Selfoss

Bjóða fólki í mat á aðfangadagskvöld

Vinsælast

Hjónin Ásta Björk Ólafsdóttir og Sigurður Lárusson hafa ákveðið, ásamt fjölskyldu sinni, að bjóða fólki, sem af einhverjum ástæðum er eitt um jólin, í mat á aðfangadagskvöld.

Fjölskyldan hefur fengið lánað húsnæði hjá Kaffi Líf á Austurvegi 40b á Selfossi fyrir viðburðinn. Þar verður boðið upp á þriggja rétta jólamáltíð. Borðhaldið hefst kl. 18 á aðfangadag en húsið verður opnað kl. 17:30. Áhugasamir geta skráð sig í síma 856 5656.

„Þetta var hugmynd sem kom upp hjá okkur hjónum og varð snjóbolti sem stækkaði og endaði í þessu verkefni. N´þegar hefur þó nokkur hópur skráð sig,“ segir Sigurður.

Nýjar fréttir