3.4 C
Selfoss
Home Fréttir Hvað viljum við?

Hvað viljum við?

0
Hvað viljum við?
Brigitte Bjarnason.

Nú bíða allir spenntir eftir nýjum miðbæ sem á að rísa í hjarta Selfoss. Bæjarbúum er lofað aðlaðandi miðbæjarkjarna sem býr yfir sérstöku aðdráttarafli. Innlendir sem og erlendir gestir eiga að njóta fjölbreyttrar flóru af menningu og mannlífi. Verslanir, kaffihús og fleira bjóða upp á notalega miðbæjarstemmingu eins og þekkt er erlendis. En hvaða verslanir eru búinar að tryggja sér húsnæði í miðbænum á Selfossi? Frá mínu sjónahorni væri það lítið spennandi ef Selfyssingar fá bara útibú stórra verslana frá Reykjavíkursvæðinu. Geta litlar einkareknar verlsanir ráðið við kostnaðinn sem fylgir þessari staðsetningu? Á sumun stöðum erlendis er horft til þess að stórar verslunarkeðjur yfirtaki ekki allt verslunarrými og leigukostnaður lítilla verlsana er jafnvel greiddur niður. Það er ástæða fyrir því. Litlar verslanir búa yfir miklum sjarma, veita persónulega þjónustu og bjóða upp á annað vöruúrval en stórar verslanir með færibandaafgreiðslu. Allt það gerir verslunarferðina afslappaðri og ánægulegri. Fjölgun lítilla búða mun gefa bænum okkar skemmtilegan blæ sem ferðamenn kunna einnig að meta. Á tímum þar sem fólk er hvatt til að breyta kauphegðun sinni með því að versla minna og leggja meira áherslu á gæði fá litlar verslanir nýtt tækifæri sem er þess virði að íhuga og styðja.

Spurningin er: Hvað viljum við? Miðbæ sem er afsteypa annara verslunarkjarna? Þessa þróum sjáum við í dag t.d. á flugvöllum víða um heim. Þeir líkjast hvor öðrum og eru búinir að missa sérkenni sín.

Vonandi verður nýr miðbær til þess að Selfyssingar fái að sjá meiri fjölbreytileika og frumleika í verslunarflóru miðbæjarins en annars staðar. Leyfum litlum verslunum að lifa og verslum jólagjafir í heimabyggð. Gleðileg verslunarjól.

Brigitte Bjarnason.