-6.1 C
Selfoss
Home Fréttir 80 ára afmæli Sjálfstæðisfélagsins Óðins fagnað í Tryggvaskála

80 ára afmæli Sjálfstæðisfélagsins Óðins fagnað í Tryggvaskála

0
80 ára afmæli Sjálfstæðisfélagsins Óðins fagnað í Tryggvaskála
Tryggvaskáli á Selfossi.

Fagnað verður 80 ára afmæli Sjálfstæðisfélagsins Óðins á Selfossi í kvöld föstudaginn 14. desember í Tryggvaskála kl. 17:00–19:00. Allt sjálfstæðisfólk er boðið velkomið af þessu tilefni.

Það fer vel á því að fagna þessum tímamótum í Tryggvaskála, en 22. október 1938 var Sjálfstæðisfélagið stofnað í Tryggvaskála. Fyrsti formaður var kjörinn Sigurður Óli Ólafsson. Hann varð síðar fyrsti oddviti Selfosshrepps 1947 og alþingismaður. Sigurður Óli gengdi formennsku í átta ár. Núverandi formaður er Magnús Gíslason.