-7 C
Selfoss
Home Fréttir Hlutfallslega mest fjölgunin í Mýrdalshreppi

Hlutfallslega mest fjölgunin í Mýrdalshreppi

0
Hlutfallslega mest fjölgunin í Mýrdalshreppi
Mynd úr myndabanka.

Í frétt frá Þjóðskrá Íslands kemur fram að þegar horft sé til alls landsins þá fjölgaði íbúum Mýrdalshrepps mest eða um 10,9% en íbúum þar fjölgaði úr 626 í 694 íbúa.

Fjölgun í öllum landshlutum nema Norðurlandi eystra

Fjölgun hefur orðið í öllum landshlutum nema Norðurlandi eystra. Hlutfallslega fjölgaði íbúum mest á Suðurnesjum eða um 5,2% og á Suðurlandi um 3,3%. Á Norðurlandi eystra fækkaði íbúum hins vegar um 0,2%.

Hér að neðan má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir sveitafélögum á Suðurlandi þann 1. desember 2018 og samanburð við íbúatölur frá 1. desember 2017.

Nr. Sveitarfélag 2018 2017 +/- %
8200 Sveitarfélagið Árborg 9.447 8.964 483 5,4%
8508 Mýrdalshreppur 694 626 68 10,9%
8509 Skaftárhreppur 585 564 21 3,7%
8610 Ásahreppur 249 251 -2 -0,8%
8613 Rangárþing eystra 1.920 1.801 119 6,6%
8614 Rangárþing ytra 1.630 1.599 31 1,9%
8710 Hrunamannahreppur 791 777 14 1,8%
8716 Hveragerðisbær 2.625 2.554 71 2,8%
8717 Sveitarfélagið Ölfus 2.157 2.106 51 2,4%
8719 Grímsnes- og Grafningshreppur 489 479 10 2,1%
8720 Skeiða- og Gnúpverjahreppur 639 679 -40 -5,9%
8721 Bláskógabyggð 1.115 1.115 0 0,0%
8722 Flóahreppur 664 640 24 3,8%