3.9 C
Selfoss

Aðventutónleikar Söngsveitar Hveragerðis í kvöld

Vinsælast

Senn líður að jólahátið. Að venju heldur Söngsveit Hveragerðis aðventutónleika í Hveragerðiskirkju og verða þeir haldnir í kvöld sunnudaginn 9. desember klukkan 20:00.

Vandað er til tónleikanna með völdum íslenskum og erlendum jólalögum. Í ár fær Söngsveitin til liðs við sig tónlistarmennina Tómas Jónsson, sem leikur á píanó og Sigurgeir Skafta Flosason, sem leikur á bassa. Unnur Birna Björnsdóttir syngur einsöng á tónleikunum, en hún er stjórnandi kórsins í vetur. Einnig koma fram tveir félagar söngsveitarinnar og syngja einsöng; Sigrún Símonardóttir og Arnar Gísli Sæmundsson.

Að loknum tónleikum verður tónleikagestum boðið upp á súkkulaði og piparkökur. Söngsveitin vonast eftir að sjá sem flesta og eiga ánægjulega aðventukvöldstund.

Nýjar fréttir