3.9 C
Selfoss

Hjúkrunarstjóraskipti hjá HSU

Vinsælast

Tveir nýir hjúkrunarstjórar hafa verið ráðnir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Jóhanna Valgeirsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri á heilsugæslunni í Laugarási og Rán Jósepsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri á heilsugæslunni í Rangárþingi.

Jóhanna Valgerisdóttir.

Jóhanna hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni á Selfossi frá árinu 2013 auk þess hefur hún sinnt hlutastarfi á Bráðamóttökunni á Selfossi. Jóhanna var áður aðstoðardeildarstjóri á hjúkrunardeildinni Ljósheimum. Hún starfaði sem hjúkrunarstjóri á heilsugæslunni í Laugarási 2002-2003 í leyfi hjúkrunarstjóra. Jóhanna lauk BS námi í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 1999 og diplómanámi í öldrunarhjúkrun árið 2009.

Rán Jósepsdóttir.

Rán hefur starfað sem hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöðinni í Laugarási frá 1. mars s.l. Rán var áður deildarstjóri á Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu í 10 ár. Hún hefur einnig starfað á Heilsugæslu Selfoss. Rán lauk BS námi í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2003. Hún hlaut kennsluréttindi frá HÍ árið 2010. Rán hefur kennt við sjúkraliðabraut FSu. Hún er meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og hefur sótt fjölmörg námskeið tengd því starfi.

Ólöf Árnadóttir fráfarandi hjúkrunarstjóri í Rangárþingi hefur fært sig um set og tekið við deildarstjórastöðu á hjúkrunardeildum HSU á Selfossi.  Ólöfu eru þakkað farsælt og óeigingjarnt starf í Rangárþingi og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi innan HSU.

Nýjar fréttir