-4.4 C
Selfoss

Fjöldi manns í Listasafni Árnesinga á fullveldisdaginn

Vinsælast

Þann 1. desember sl. var haldin hátíðardagskrá í Listasafni Árnesinga í tilefni 100 ára fullveldis Íslands. Með sanni má segja að hátíðin hafi tekist vel en um um 200 manns mættu og áttu hátíðlega stund saman. Nemendur í Grunnskólanum í Hveragerði unnu fyrr í vetur verk þar sem unnið var með 100 ára fullveldi Íslands. Verk nemenda voru svo sett upp á Listasafninu sem og á Bókasafni Hveragerðis.

Á menningardagskránni um liðna helgi komu fram fulltrúar nemenda skólans og fluttu sín eigin ritverk, nemendur kváðust á og voru með skemmtilegan app-spurningaleik. Nemendur frá Tónlistarskóla Árnesinga voru einnig með tónlistaratriði. Börn og bekkir fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttöku og áhugaverðar hugmyndir um Ísland á komandi árum

Öllum áhugasömum er bent á að líta við á Listasafninu og bókasafni bæjarins og skoða verk nemenda sem þar er að finna.

Nýjar fréttir