3.9 C
Selfoss

Kallað eftir tillögum að nöfnum á nýjar götur í miðbæ Selfoss

Vinsælast

Sigtún þróunarfélag ehf. hefur ákveðið að leita til íbúa í Árborg og kallar eftir tillögum að nöfnum á þær götur sem liggja í gegnum nýjan miðbæ Selfoss. Um er að ræða svokallaða A og B götu eins og þær eru skilgreindar í deiliskipulagsuppdrætti.

A-gata: Frá hringtorgi að bæj­ar­garði, einstefnugata til suðurs.
B-gata: Frá Kirkjuvegi að Sig­túni, einstefnugata til austurs.

Tekið verður á móti tillögum til og með 15. desember. Hægt er að senda tillögur með tölvupósti á nafn@midbaerselfoss.is.

Æskilegt er að með fylgi rök­stuðn­ingur fyrir nafnatillögunum. Dómnefnd, undir forystu Guð­jóns Arngrímssonar, mun vinna úr innsendum tillögum og leggja götuheitin til við bæjarráð Árborg­ar. Dregið verður úr innsendum tillögum og munu þrír heppnir hljóta gjafabréf á Kaffi krús að verðmæti 15 þúsund krónur.

Nýjar fréttir