-4.8 C
Selfoss
Home Fréttir Hassrannsókn teygir sig til Danmerkur og Færeyja

Hassrannsókn teygir sig til Danmerkur og Færeyja

0
Hassrannsókn teygir sig til Danmerkur og Færeyja

Enn er unnið að rannsókn á innflutningi og flutningi á tæplega 6 kg. af hassi sem fundust í fórum íslensks karlmanns á leið hans vestur Suðurlandsveg um Mýrdalssand þann 7. nóvember sl. Maðurinn var einn á ferð og kannaðist við að vera að flytja efnin en vildi að öðru leyti ekki svara spurningum um tilvist þeirra. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar málsins 19. nóvember en sleppt úr haldi lögreglu þann 14. nóvember þar sem rannsóknarhagsmunir voru ekki taldir standa gegn því að hann gengi laus.

Rannsókn lögreglu lítur að því að upplýsa um uppruna efnanna og mögulegar flutningsleiðir á þeim til landsins. Ljóst er að sú vinna tekur tíma. Í tengslum við hana var danskur karlmaður handtekinn og yfirheyrður í af dönsku lögreglunni en sleppt að yfirheyrslu lokinni. Þá hefur verið haft samstarf við bæði lögreglu í Færeyjum og færeysku tollgæsluna til að upplýsa um ferðir með Norrænu sem tengst gætu flutningi efnanna.

Frétt af síðu lögreglunnar á Suðurlandi.