-6.5 C
Selfoss

Mótmæla hugmyndum um eitt leyfisbréf til kennara

Vinsælast

Félagsfundur Kennarafélags Menntaskólans að Laugarvatni, sem haldinn var mánudaginn 26. nóvember síðastliðinn, hefur sent frá sér ályktun þar sem fundurinn mótmælir hugmyndum um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennara óháð skólastigum, þ.e. á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.

Í ályktuninni segir enn fremur að félagið telji að þessar hugmyndir séu ekki til þess fallnar að hagsmunir nemenda séu hafðir í fyrirrúmi. Vegið sé að faglegum forsendum hvers skólastigs fyrir sig og farið sé á svig við þá meginreglu framhaldsskólans að kennarar skuli hafa fagþekkingu og leyfisbréf í viðkomandi kennslunámsgrein.

Félagið telur réttara að leita annarra leiða til að koma í veg fyrir kennaraskort.

Nýjar fréttir