4.5 C
Selfoss

Vinakveðjur úr Hveragerði

Vinsælast

Baráttudagur gegn einelti var haldinn á landsvísu þann 8. nóvember síðastliðinn. Dagurinn er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og var nú haldinn í áttunda sinn. Í tengslum við þennan dag voru landsmenn allir hvattir til að hugleiða hvernig stuðla megi að jákvæðara samfélagi fyrir alla.

Nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði hafa undanfarin ár tekið þátt í þessum degi og hafa nýtt þennan dag til þess að dreifa jákvæðum skilaboðum út í samfélagið. Skólinn hefur ávallt lagt mikla áherslu á vináttu og virðingu sem eru einmitt hluti af einkunnarorðum skólans. Í skólanum eru vinabekkir þar sem mynduð eru vinatengsl á milli eldri og yngri bekkja og þar er markmiðið að nemendur kynnist betur og efli samkennd og virðingu sín á milli. Þessir vinabekkir unnu einmitt saman að þessu verkefni. Þau skrifuðu jákvæð skilaboð á kort til allra bæjarbúa sem þau myndskreyttu einnig.

Á baráttudeginum gegn einelti fóru svo vinabekkirnir saman og dreifu kveðjunum í hvert hús í bænum. Það er von skólans að Hvergerðingar hafi tekið kveðjunum fagnandi og haldi áfram að miðla jákvæðum skilaboðunum sín á milli.

Nýjar fréttir