-6.1 C
Selfoss

Helga tekur á móti gestum á sýningu sinni „Heima er best

Vinsælast

Á morgun sunnudaginn 25. nóvember kl. 15-18 verður Helga Sigurðardóttir á Heilsustofnun í Hveragerði og tekur á móti gestum á myndlistarsýningunni „HEIMA ER BEST“ sem hefur hangið uppi í Heilsustofnun NLFÍ, frá því í sumar. Helga er opin fyrir spjalli við þá sem vilja. Málverkin eru til sölu sem og valdar eftirprentanir í römmum.

Nafnið á sýningunni vísar í kjarna hvers manns og mikilvægi þess að tengja sig inn á við í hvíld og jafnvægi í erli dagsins og málverkin á sýnunginni geta speglað vakandi nærveru og bent á þá blessun sem felst í innri kyrrð, jafnvægi og sátt.

Þetta er þrítugasta og fyrsta einkasýning Helgu. Hún kallar myndverk sín „List Sálarinnar, innsæislist, sem er tilraun og viðleitni til að túlka andlega og mystíska upplifun og hugmyndir.“ Myndlistin er og hefur alltaf verið stór hluti af lífi Helgu, sem telur sig að mestu sjálfmenntaða í list sinni, en áratuga löng reynsla hefur þróað og þroskað færni hennar og stíl. Í leit sinni að auknum skilningi á lífinu og tilverunni og upplifun hinna duldu heima hefur Helga kynnt sér austræna og vestræna dulspeki og ýmsar leiðir til mannræktar. Hún hefur starfað til margra ára sem hjúkrunarfræðingur og segir: „Þegar maður er að annast fólk í alls konar kringumstæðum, þá er upplifunin sú að þó við séum ólík þá er kjarninn í okkur sá hinn sami þó svo að við sýnum ýmsa mismunandi fleti. Það er þrá innra með fólki eftir fegurð, sátt, kærleika og vinsemd.“

Helga býr í Hveragerði og er þar með vinnustofu ásamt eiginmanni sínum Viðari Aðalsteinssyni, en þau eru saman með listakonseptið YantraPaintings, nærandi list. Vefsíða Helgu www.artofthesoul.is.

Nýjar fréttir