-12.1 C
Selfoss

Vel heppnaður ársfundur Umhverfisstofnunar sem haldinn var á Flúðum

Vinsælast

Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa var haldinn þann 8. nóvember 2018 í félagsheimili Hrunamanna á Flúðum. Yfirskrift fundarins að þessu sinni var „Friðlýsingarvinnan framundan“. Margir góðir fyrirlesarar komu fram og umræðuefnin voru bæði fróðleg og skemmtileg. Í lok fundarins var umræðutími meðal fundargesta þar sem meðal annars var rætt um almennt fyrirkomulag friðlýsingarferilsins eins og hann birtist í náttúruverndarlögum og eins hvernig sveitarfélög koma inn í verkferilinn sem viðhafður er hjá Umhverfisstofnun.

Þá var einnig sérstaklega rætt um aðkomu sveitarfélaga að vinnu við gerðar B-hluta náttúruminjaskrár. Var fundarmönnum skipt í umræðuhópa sem svo skiluðu niðurstöðum og punktum um niðurstöður umræðanna.

Í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að stofnunin þakkar Hrunamannahreppi fyrir góðar viðtökur sem og fræðandi og skemmtilega skoðunarferð.

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar má finna alla fyrirlestrana og eins samantekt umræðna fyrir áhugasama lesendur.

Nýjar fréttir