-11.1 C
Selfoss

Ellefu kepptu í firmakeppni SSON í skák

Vinsælast

Firmakeppni Skákfélags Selfoss og nágrennis var haldin í Fischersetri 31. október sl. Mótið er reglubundinn viðburður og mikilvægur þáttur í fjáröflun félagsins. Að þessu sinni voru ellefu fyrirtæki og félög skráð í keppnina. Þau voru: Sveitarfélagið Árborg, Kjörís, Mjólkursamsalan, Sláturfélag Suðurlands, Urður bókafélag, Fóðurblandan, Sauðfjársæðingastöðin, Landsbankinn, Arion banki, Tryggingamiðstöðin og Set.

Sigurverari var Björgvin Smári Guðmundsson sem tefldi fyrir hönd Set. Í öðru sæti varð Jón Þ. Þór fyrir Sláturfélag Suðurlands og í þriðja sæti varð Sverrir Unnarsson fyrir Kjörís. SSON þakkar kærlega öllum styrktaraðilum og óskar Set til hamingju með sigurinn.

Nýjar fréttir