-1.1 C
Selfoss

Handboltafitness kynnt á Selfossi

Vinsælast

Boðið verður upp á kennslu og kynningu á hand­boltafitness í Hleðsluhöllinni á Selfossi á morgun, fimmtudag­inn 22. nóv­ember kl. 21:30. Er þetta jafnframt í fyrsta skipti sem þetta form af líkamsrækt er kynnt hér á landi. Henrik Jørgensen frá handknattleiksfélaginu Skov­bakken í Danmörku kemur og kynnir fyrir öllum sem hafa áhuga.

Hand­bolta­­fit­ness er fjöl­­­breytt og árangurs­rík þjálf­un þar sem handboltinn er í aðalhlutverki. Þar sam­einast styrkt­ar­­þjálfun, hlaupa­þjálf­un og þjálf­un með hand­bolta. Handboltafitness er fyrir alla, byrjendur jafnt sem reynda hand­bolta­spil­ara, karla og konur.
Allir sem hafa áhuga á að komast í gott form og hafa áhuga á hand­bolta og lík­amsrækt eru hvattir til að koma og prófa. Tíminn er að sjálfsögðu endurgjaldslaus.

Nýjar fréttir