-6.7 C
Selfoss

Hægt að spara 10-15 milljónir með því að kaupa íbúð á Selfossi

Vinsælast

Í síðustu viku kynnti ÞG verk ehf. nýjar íbúðir sem fyrirtækið hefur verið að byggja við Álalæk á Selfossi. Alls er um 57 íbúðar að ræða í þremur fjölbýlishúsum. Íbúðirnar eru 2–6 herbergja frá 60 til 120 fermetra að stærð. Fyrsta byggingin sem er með 23 íbúðum hefur þegar verið afhent eigendum. Þar eru einungis þrjár íbúðir óseldar. Íbúðunum fylgja rafhleslustöðvar sem íbúar geta notað til að hlaða rafmagnsbíla sína. Íbúðirnar eru á töluvert lægra verði en t.d. á höfuðborgarsvæðinu og því álitlegur kostur fyrir marga.

Sindri Már Guðbjörnsson er byggingastjóri hjá ÞG verk og vinnur að verkefninu ásamt Brynjari Erni Áskelssyni. Þeir eru í stjórnunarteymi á staðnum.

Sindri Már flutti af höfuðborgarsvæðinu til Þorlákshafnar og sinir starfi sínu þaðan. „Lóðirnar eru miklu ódýrari hérna og íbúðir miklu ódýrari heldur en í bænum. Með því að bjóða upp á að þú getir hlaðið bílinn þinn heima þá getur þú keypt rafmagnsbíl og íbúð á hagstæðu verði. Þá geturðu unnið í bænum og sparað þér 10–15 milljónir. Það fer eftir því hvar þú ert að skoða stóra íbúð. Ef við miðum t.d. við Valsreitinn, þar kostar tveggja herbergja íbúð 40 milljónir. Hérna kostar hún 26,7 milljónir. Ný Nissan Leaf kostar rétt rúmar 3 milljónir. Þannig að þar erum við að tala um 30 milljónir. Þú sparar 10 milljónir.“

Úr einni íbúðinni í Álalæk 17 á Selfossi. Mynd: ÖG.

„Fyrsta fjölbýlishúsið sem við byggðum hér í Álalæk 17 er eiginlega alveg komið í notkun. Þar eru bara þrjár íbúðir af tuttugu og þremur óseldar. Þá er búið að selja tíu íbúðir í Álalæk 15 sem við munum klára núna í mars. Álalækur 13 er ekki kominn í sölu en við erum þó búnir að selja eina íbúð þar. Hann fer í sölu núna í janúar.“

Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Árborg vígir nýja hleðslustöð við Álalæk 17. Mynd: ÖG.

Það sem gerir íbúðirnar sem ÞG verkt ehf. er að byggja á Selfossi sérstakar er rafmagnsþátturinn og einnig baðherbergiseiningarnar. Sindri Már segir að hingað til hafi enginn skilað nýju fjölbýlishúsi með hleðslustöðvum eins og ÞG verk séu að gera á Selfossi. „Þetta er m.a. gert með þessum hætti vegna þess að það er oft slagur í húsfélögum um hver á að borga hvað. Kostnaðurinn við fleiri hleðslustöðvar er hlutfallslega lítill og við erum að skila meiri gæðum með þessu. Með svona mörgum hleðslustöðvum er ágreiningur um hleðslustöðvar eiginlega sleginn út af borðinu. Það eru þrjár hleðslustöðvar við þessa nýju byggingu og mjög auðveldlega hægt að bæta tveimur við. Tvo bíla má tengja við hverja hleðslustöð. Það er sex stæði sem eru í notkun núna en möguleiki á tíu stæðum fyrir 23 íbúða hús,“ segir Sindri Már.

Nánar um íbúðirnar hér.

Nýjar fréttir