-5.2 C
Selfoss

TRS ehf. Framúrskarandi fyrirtæki, sjöunda árið í röð

Vinsælast

CreditInfo hefur nú sjöunda árið í röð, tilkynnt að TRS ehf. falli í flokk Framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi, en einungis um 2% íslenskar fyrirtækja falla í þann flokk þetta árið, eða alls 857 fyrirtæki. TRS er í hópi 57 fyrirtækja sem hafa verið á þessum lista samfellt í sjö ár.

Að vera í flokki Framúrskarandi fyrirtækja er viðurkenning á góðum, heilbrigðum og traustum rekstri. Grundvöllur þess að falla í þennan flokk er að hafa skilað ársreikningi á réttum tíma, að falla í lánshæfisflokk 1–3, að rekstrarhagnaður hafi verið þrjú ár í röð, að eiginfjarhlutfall sé og hafi verið yfir 20% þrjú ár í röð, að skráður sé framkvæmdastjóri, að rekstrartekjur hafi verið að lágmarki 50 mkr. á árinu 2017, að fyrirtækið sé virkt, svo og að heildar eignir séu yfir 100 mkr.

TRS er númer 127 í röðinni í flokknum meðalstórt fyrirtæki (eignir 200–1000 mkr.), en alls eru 379 fyrirtæki sem falla í þann flokk.

Á Suðurlandi, utan Vestmannaeyja og Hafnar, eru 34 fyrirtæki sem falla í flokk Framúrskarandi fyrirtækja. Á Selfossi eru þau 8 en þau eru fyrir utan TRS eru það JÁVERK, Fossvélar, Set, Vélsmiðja Suðurlands, Kökugerð HP, Ræktó og Jeppasmiðjan.

Framúrskarandi fyrirtæki á Suðurlandi

Stór fyrirtæki:
JÁVERK ehf., Gagnheiði 28, 800 Selfoss
Þjótandi ehf., Ægissíðu 2, 851 Hella
Guðmundsson ehf., Sunnubraut 8, 870 Vík
Hótel Geysir ehf., Haukadal, 801 Selfoss
Set ehf., Eyrarvegi 41–49, 800 Selfoss

Meðalstór fyrirtæki:
Höfðabrekka ehf., Höfðabrekku, 871 Vík
Manus ehf., Unubakka 46, 815 Þorlákshöfn
Fossvélar ehf., Hellismýri 7, 800 Selfoss
Gullfosskaffi ehf., Gullfossi , 801 Selfoss
Gufa ehf., Hverabraut 1, 840 Laugarvatn
Geysir shops ehf., Haukadal, 801 Selfoss
Landstólpi ehf., Gunnbjarnarholti, 801 Selfoss
Bær hf., Klausturvegi 6, 880 Kirkjubæjarklaustur
TRS ehf., Eyravegi 37, 800 Selfoss
Arcanum ferðaþjónusta ehf., Ytri-Sólheimum 1a, 871 Vík
Nesey ehf., Suðurbraut 7, 801 Selfoss
Vélsmiðja Suðurlands ehf, Gagnheiði 5, 800 Selfoss
Jarðefnaiðnaður ehf. (JEI ehf.), Nesbraut 1, 815 Þorlákshöfn
Gufuhlíð ehf, Gufuhlíð, 801 Selfoss
Eldhestar ehf, Völlum, 816 Þorlákshöfn
Undanfari ehf, Víkurbraut 28, 870 Vík
Þvottahús Grundar og Áss ehf., Klettahlíð 11, 810 Hveragerði
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf., Gagnheiði 35, 800 Selfoss
Héraðsverk ehf., Borgarbraut 10, 80, Selfoss

Lítil fyrirtæki:
Kökugerð H.P. ehf., Gagnheiði 15, 800 Selfoss
Systrakaffi ehf, Klausturvegi 13, 880 Kirkjubæjarklaustur
G. Sigvaldason ehf, Borgartúni 1, 851 Hella
Lambhagabúið ehf, Lambhaga, 851 Hella
Reynisfjara ehf., Þórisholti, 871 Vík
Gerðabúið ehf, Gerðum, 801 Selfoss
Hlíðarból ehf, Úthlíð, 880 Kirkjubæjarklaustur
Eystra-Fíflholt ehf., Eystra-Fíflholti, 861 Hvolsvöllur
Farfuglaheimilið Laugavatni ehf, Torfholti 16, 840 Laugarvatn
Jeppasmiðjan Ice.inn ehf., Ljónsstöðum, 801 Selfoss

Nýjar fréttir