-1.6 C
Selfoss

Tvennir jólatónleikar kórs Menntaskólans að Laugarvatni

Vinsælast

Kór Menntaskólans að Laugarvatni mun halda tvenna jólatónleika í nóvember til að fagna aðventunni. Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 29. nóvember og föstudaginn 30. nóvember. Tónleikarnir verða haldnir í Skálholtskirkju kl. 20:30 báða dagana en húsið opnar kl. 20:10.

Forsala á tónleikana hefst 11. nóvember og lýkur 25. nóvember. Til þess að panta miða í forsölu má hafa samband við alla kórmeðlimi eða að senda tölvupóst á gudmundurhe@ml.is eða ljosbralo@ml.is.

Kór ML er stærsti menntaskólakór landsins en í honum eru um 90 nemendur af 140 nemendum skólans. Stjórnandi kórsins er Eyrún Jónasdóttir. Tónleikar kórsins eru alveg einstaklega skemmtilegir þar sem kórinn er með einsöngvara og hljóðfæraleikara úr kórnum. Kynningar eru einnig í höndum nemenda sem gerir stemninguna ennþá notarlegri. Þetta er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna og ekki að síður frábær leið til að koma sér í jólagírinn.

Nýjar fréttir