Fyrsta skóflustunga að nýjum miðbæ á Selfossi verður tekin laugardaginn 17. nóvember nk. kl. 14 og eru allir velkomnir. Von er á framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu í vikunni og í framhaldi af því mun Borgarverk hefja jarðvegsframkvæmdir sem áætlað er að standi fram yfir áramót.
Að uppúrtekt lokinni hefst lagnavinna og uppsláttur sem Jáverk ehf. sér um. Uppúrtektin úr miðbænum verður m.a. notuð í uppbyggingu og landmótun á golfvellinum á Selfossi.
Sérstakur stefnumótunardagur var haldinn í Hótel Selfossi sl. mánudag þar sem tuttugu manna hópur ræddi markaðssetningu á nýjum miðbæ. Í gær voru síðan viðtöl við ýmsa aðila um kosti, galla og tækifæri á Selfossi.