-4.4 C
Selfoss

Framkvæmdir við nýja miðbæinn á Selfossi í þann mund að hefjast

Vinsælast

Fyrsta skóflustunga að nýjum miðbæ á Selfossi verður tek­in laugardaginn 17. nóvember nk. kl. 14 og eru allir velkomnir. Von er á framkvæmdaleyfi frá sveit­ar­félaginu í vikunni og í fram­haldi af því mun Borgarverk hefja jarðvegsframkvæmdir sem áætlað er að standi fram yfir áramót.

Að upp­úrtekt lok­inni hefst lagna­vinna og upp­slátt­ur sem Jáverk ehf. sér um. Uppúrtektin úr mið­bæn­um verð­ur m.a. notuð í upp­bygg­ingu og landmótun á golf­vellinum á Selfossi.

Sérstakur stefnumótunardagur var haldinn í Hótel Selfossi sl. mánu­dag þar sem tuttugu manna hópur ræddi mark­aðs­setn­ingu á nýj­um miðbæ. Í gær voru síð­an viðtöl við ýmsa aðila um kosti, galla og tækifæri á Selfossi.

Nýjar fréttir