-0.5 C
Selfoss

Erna Guðjóns framlengir við Selfoss

Vinsælast

Erna Guðjónsdóttir hefur gert nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Sel­foss og mun því leika með liðinu í Pepsideildinni á næstu leiktíð. Erna, sem er 22 ára miðju­mað­ur, hefur leikið 133 meist­ara­flokksleiki fyrir Selfoss. Þar af hefur hún leikið 73 leiki með liðinu í Pepsideildinni og skor­að í þeim 9 mörk.

„Erna er einn af hæfileika­ríkustu leikmönnunum okkar. Hún hefur átt erfitt vegna meiðsla undanfarin ár og von­andi er hennar tími loksins kom­inn núna. Hún er frábær liðs­maður og mikill Selfyss­ing­ur. Hún er keppnismanneskja fram í fingurgóma og gefur mik­ið af sér bæði innan sem utan vallar,“ segir Alfreð Elías Jóhanns­son, þjálfari kennaliðs Selfoss.

Nýjar fréttir