-6.8 C
Selfoss

Dagbókin Jóra er seld í andyri Krónunnar

Vinsælast

Fyrir 27 árum hóf Kvenfélag Selfoss útgáfu dagbókarinnar Jóru og hefur hún verið aðalfjáröflunarverkefni félagsins síðan. Hópur kvenna vinnur að útgáfunni ár hvert og liggur mikil vinna að baki hverrar bókar. Kvenfélagskonur þakka hinum fjölmörgu fyrirtækum og stofnunum sem leggja málefninu lið með auglýsingum og/eða upplýsingalínum.

Kvenfélag Selfoss styrkir ýmis konar málefni í nærumhverfi sínu. Meðal annars hafa verið styrkt: Heilbrigðisstofnun Suðurlands, leikskólar, Vinaminni, Kvennaathvarfið og Sjóðurinn góði. Nú hefur verið ákveðið að láta stærstan hluta hagnaðar af sölu Dagbókarinnar Jóru renna til forvarnaverkefna.

Kvenfélagskonur munu verða í Krónunni á Selfossi í nóvember og fram í desember eftir hádegi á föstudögum og laugardögum.

Kvenfélag Selfoss gaf út sögu félagsins, Þannig vinni samtök svanna, á 70 ára afmælinu 2018 en bókina prýða fjölda ljósmynda og meðal annars allar fjallkonur Selfoss frá upphafi. Hægt að nálgast ofangreindar bækur hjá stjórn og fjáröflunarnefnd félagsins – frekari upplýsingar eru hjá Aðalheiði Guðmundsdóttur formanni fjáröflunarnefndar eftir kl. 16 í síma 823 5563, netfang joraselfoss@gmail.com.

 

Nýjar fréttir