2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Samlokur og sushi frá Selbita á Selfossi

Samlokur og sushi frá Selbita á Selfossi

0
Samlokur og sushi frá Selbita á Selfossi
Finnur Hafliðason og Tinna Ósk Björnsdóttir framleiða samlokur og sushi undir heitinu Selbiti. Mynd: ÖG.

Hjónin Finnur Hafliðason og Tinna Ósk Björnsdóttir stofnuðu fyrir nokkru fyrirtækið Hiksta ehf. en það framleiðir samlokur og sushi undir heitinu Selbiti. Þau eru með nokkra starfsmenn í hlutastarfi með sér í þessu auk stórfjölskyldunnar sem leitað er til þegar á þarf að halda.

„Fyrsta framleiðslan hjá okkur fór út úr húsi hér á Eyravegi 23 á Selfossi í desember 2017. Við byrjuðum svo að gera sushi og opnuðum hér afgreiðslu í byrjun október sl. Við höfum mest verið að selja okkar vörur á Þingvöllum. Einnig á Borg í Grímsnesi og í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þetta hefur verið að aukast þ.e. salan en hún fylgir aðeins ferðamannastraumnum,“ segir Finnur. „Við bjóðum líka upp á veislubakka, bæði brauðbakka og vefjubakka. Og svo líka sushibakka.“

Fyrir utan sushi eru þau með hefðbundnar samlokur, ávaxtabox, pastabox, vefjur, flatkökur og skonsur. „Sushiið er m.a. stílað inn á heimamarkaðinn þ.e. Selfosssvæðið. Það borgar sig að panta hjá okkur t.d. daginn áður. Við reynum að hafa lítið fram í kæli. Við gerum það til að hafa þetta sem ferskast. Það er því bara pantað og við afgreiðum þetta beint. Það er voða kósý að hafa þetta í matinn svona yfir veturinn. Við reynum að versla sem mest af hráefninu hérna sem næst okkur. Fiskurinn kemur t.d. frá fiskbúðinni í Hveragerði,“ segir Finnur.