-4.8 C
Selfoss
Home Fréttir Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna líkamsárásar

Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna líkamsárásar

0
Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna líkamsárásar

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að í morgun hafi karlmaður fæddur 1959 verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Maðurinn þarf samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands að sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 8. nóvember kl. 18:00. Ástæða gæsluvarðhaldsins er rannsókn á líkamsárás sem átti sér stað í heimahúsi í Þorlákshöfn sl. sunnudag.

Maðurinn er talinn hafa veitt konu á fimmtugsaldri stunguáverka á kvið með hnífi. Konan var flutt af vettvangi á sjúkrahús, með sjúkrabifreið, þar sem hún dvelur enn en er ekki talin í lífshættu. Báðir aðilar eru af erlendu bergi brotnir en hafa verið búsettir hér og unnið um lengri tíma. Frekari upplýsingar um málið er ekki unnt að veita að sinni.