-3.6 C
Selfoss
Home Fréttir Umferðarslys á Suðurstrandarvegi

Umferðarslys á Suðurstrandarvegi

0
Umferðarslys á Suðurstrandarvegi

Viðbragðsaðilar eru nú við vinnu á vettvangi umferðarslyss á Suðurstrandavegi skammt vestan Herdísarvíkur en þar fór bíll út af vegi og valt. Ökumaður var einn í bílnum og kastaðist hann út úr honum. Verið er að flytja hann með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Tilkynning um slysið barst kl. 07:45 og eru viðbragðsaðilar frá Suðurnesjum og Suðurlandi á vettvangi. Einhverjar umferðartafir eru á vettvangi vegna umferðar viðbragðsaðila. Þetta kemur fram á facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.