1.7 C
Selfoss

Áberandi hvinur vegna borholu sem nú er í blæstri

Vinsælast

Áberandi hvinur hefur verið í borholu sem var í blæstri í Hveragerði. Hvinurinn hefur ekki farið framhjá íbúum og spunnist hafa umræður í bænum vegna hans. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Hveragerðis.

Bæjarstjóri hafði samband við ON vegna málsins og óskaði upplýsinga um hljóðmælingar vegna umræddrar holu. Lögð var fram skýrsla frá ON á fundinum sem gerð var af Mannviti. Þá gerði bæjarstjóri grein fyrir upplýsingum frá Umhvefis- og landgræðslustjóra ON vegna borholunnar. „Í september var fenginn sérfræðingur frá Mannviti til að gera hljóðmælingar við borholuna og skoða útbreiðslu hávaða frá henni. Í skýrslunni kemur fram að hávaði geti farið í 35 db í útjaðri Hveragerðis en hávaðinn frá holunni ætti ekki að verða til hækkunar á heildarhljóðstigi þó að í henni geti heyrst við vissar aðstæður. Þá helst þegar ríkjandi vestanátt er að næturlagi í lítilli umferð og kyrrð ríkir. Áætlað er að holan í Hverahlíð blási í um eina viku í viðbót, frá deginum í dag að telja.“

„Í sama svari kom fram að verið sé að hanna búnað sem getur dregið úr hávaða við blástur svo að vonandi ætti þetta ekki að verða vandmál í framtíðinni“, segir í fundargerðinni. Bæjarráð bókaði þakkir fyrir skilmerkilegar og góðar upplýsingar. Jafnramt krafðist bæjarráð þess að allt verði gert sem mögulegt er til að hávaði vegna blásturs verði sem minnstur. Bæði vegna núverandi holna og eins vegna nýrri.

Nýjar fréttir