-6.6 C
Selfoss

FSu á grænni grein

Vinsælast

Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur um skeið tekið þátt í verkefni Landverndar sem nefnist Grænfáninn. Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að efla umhverfisvitund nemenda, kennara og starfsmanna skóla.

Þátttökuskólar velja sér a.m.k. eitt þema og markmið tengdu þemanu til þess að vinna með. Umhverfisnefnd FSu valdi tvö þemu á liðnum vetri, úrgangur og hnattrænt jafnrétti. Enn fremur er á stefnuskránni að hefja þátttöku í þriðja þemanu sem er vistheimtarverkefni Landverndar með því að planta birki á uppgræðslusvæði Hekluskóga. Þar eiga nemendur einnig að vera með athuganir þar sem fylgst er með framvindu gróðurs á því svæði sem plantað er. Það er von umhverfisnefndar að Grænfánaverkefnið verði áberandi í skólastarfi FSu og komi til með að setja varanlegt mark sitt á það.

Umhverfisnefnd FSu
Í haust tók ný umhverfisnefnd til starfa en hún hefur verið starfandi í tengslum við Grænfánaverkefni skólans frá því haustið 2016. Að þessu sinni eru þar vaskir nemendur sem hafa mikinn áhuga á umhverfismálum, þeir eru: Ástrós Lilja Ingvadóttir, Brynhildur Ágústsdóttir, Guðbjörg María Onnoy, Guðni Steinarr Guðjónsson, Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Karolina Konieczna, Perla Sævarsdóttir, Sigdís Erla Ragnarsdóttir og einn kennari sem er Ólafur Einarsson. Nefndin væntir þess að samstarf við nemendur og starfsfólk verði gott og það verði vel tekið í þær tillögur og verkefni sem hafa komið fram og eiga eftir að koma í dagsljósið.

Nýjar fréttir