3.9 C
Selfoss

Fullbúið hótel á Selfossi til leigu

Vinsælast

Glæsilegt hótel sem er í bygg­­ingu við Eyraveg á Sel­fossi hefur verið auglýst til leigu. Hótelið, sem afhendist full­búið í byrjun maí 2019, verð­­ur búið 72 herbergjum, morg­un­verðarsal, fundasal, starfs­manna­aðstöðu, þvottahúsi og glæsi­legri 300 m² spa-aðstöðu.

Framkvæmdir hófust í októ­ber 2017 en áformað er að opna hótelið í maí 2019. Verktaki í jarðvinnunni er Ingi­leifur Jónsson á Svínavatni. Arki­tekt hússins er Guðni Pálsson, GP arkitektar, og Verkfræðistofa Jóns Kristjánssonar sér um verkfræðiþáttinn. Verkefnastjóri framkvæmda er Aron Freyr Gísla­son.

Nýjar fréttir