-4.4 C
Selfoss
Home Fréttir Loftlagsbreytingar og framtíðin, spurningaskrá frá Þjóðminjasafninu

Loftlagsbreytingar og framtíðin, spurningaskrá frá Þjóðminjasafninu

0
Loftlagsbreytingar og framtíðin, spurningaskrá frá Þjóðminjasafninu
Þjóðminjasafn Íslands.

Þjóðminjasafn Íslands sendi tilkynningu þess efnis að safnið væri að senda út spurningaskrá með heitinu „Loftlagsbreytingar og framtíðin“. Verkefnið er í samvinnu við þjóðháttasöfn í Noregi og í Svíþjóð. Með spurningaskránni óskar Þjóðminjasafnið eftir liðsinni almennings við að safna upplýsingum um afstöðu fólks til loftslagsbreytinga af mannavöldum, hvaða áhrif þær hafa á líf þess og hvernig það ímyndar sér framtíð með eða án loftslagsbreytinga.

 Spurningaskránni er svarað á netinu með því að smella á þennan tengil: http://www.sarpur.is/Spurningaskra.aspx?ID=1877071 . Þar er jafnframt að finna skriflegar leiðbeiningar. Einnig er mögulegt að óska eftir að fá senda prentaða spurningaskrá eða að svara í tölvupósti.

Umræður um loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa lengi verið í sviðsljósinu og kannski aldrei meira en núna. Hnattræn hlýnun getur haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir allt líf á jörðinni, samfélög manna og daglegt líf, en samkvæmt rannsóknum á veðurfari eru loftslagsbreytingar af mannavöldum nú þegar til staðar.

Spurningaskráin er liður í þjóðháttasöfnun Þjóðminjasafns Íslands sem staðið hefur óslitið frá árinu 1960 og hafa flest svörin verið slegin inn í rafrænan gagnagrunn sem hægt er að skoða á vefslóðinni http://www.sarpur.is/ .

Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2294 en einnig má senda tölvupóst á agust@thjodminjasafn.is.