-1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Spennandi matseðill á Skyrgerðinni í Hveragerði í tilefni af ostóber

Spennandi matseðill á Skyrgerðinni í Hveragerði í tilefni af ostóber

0
Spennandi matseðill á Skyrgerðinni í Hveragerði í tilefni af ostóber
Ostóber. Mynd: Mjólkursamsalan.

Það er spennandi matseðill í dag föstudaginn 19. október og á morgun laugardaginn 20. október á Skyrgerðinni í Hveragerði í tilefni af ostadögum eða ostóber. Veitingastaðir hringinn í kringum landið munu taka þátt dagana 15. til 31. október nk. Markmiðið er að fagna fjölbreytileika íslenskra osta. Ostaunnendur ættu ekki að láta þetta framhjá sér fara en réttirnir eru sannkölluð ostaveisla.

Forréttur:

Mini ostafondu – léttbakaður Ísbúi 12+ með hunangi, hnetum og nýbakað sveitabrauð notað til að skófla þessu upp með. 

Aðalréttur:

Spaghetti Tindur – Spaghetti sem er velt er í svörtum Tindi (Gulltindur) við borðið hjá gestinum, flamberað með brandý, ruccola salati, svörtum pipar og ólífuolíu. 

Eftirréttur:

Osta og skyrplattinn – Stóri Dimon, ársgamall Gráðostur, 2 ára Góðostur, óhrært pokaskyr sem er framleitt af Skyrgerðinni á staðnum, ristað sveitabrauð og svo má ekki gleyma heimagerðri rabbabara og rúsínurauðlaukssultu.