-1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Söngur, list og sögur í menningarmánuði Árborgar

Söngur, list og sögur í menningarmánuði Árborgar

0
Söngur, list og sögur í menningarmánuði Árborgar

Kvenfélag Selfoss fagnar 70 ára afmæli á þessu ári og verður með viðburð í Fjallasal Sunnulækjarskóla laugardaginn 20. október nk. kl. 15–17:30.

Meðal annars mun Halla Marinósdóttir mezzósópran syngja nokkur lög, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir þýðandi les eigin ljóð og sögur og fimm hönnuðir, þær Berglind Hafsteinsdóttir prjónahönnuður, Guðbjörg Bergsveinsdóttir klæðskeri, María Lovísa Ragnarsdóttir fatahönnuður, Fanndís Huld Valdimarsdóttir glerlistakona og Þórdís Þórðardóttir skartgripahönnuður, kynna verk sín. Þá flytur söngflokkurinn Syngjandi sex nokkur lög. Einnig flytja nokkrar kvenfélagskonur leikþáttinn Jómfrúin frá Júpíter eftir Auði Thoroddsen sem leikin var af félagskonum á 10 ára afmæli félagsins 1958 í Selfossbíói.

Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar. Allir eru velkomnir