3.9 C
Selfoss

Kvenfélagskonur í Hrunamannahreppi láta gott af sér leiða

Vinsælast

Kvenfélag Hrunamannahrepps er félagsskapur rúmlega 70 kvenna sem hafa það að markmiði að láta gott af sér leiða, hafa gaman af lífinu, skemmta sér og öðrum og læra eitthvað nýtt í gegnum leik og starf.

Kvenfélag Hrunamannahrepps hefur starfað frá árinu 1942. Í tímans rás hefur starfsemin auðvitað aðeins breyst en grunngildin eru ávallt þau sömu þ.e. að styðja við ýmis málefni í sveitinni, einstaklinga og félagasamtök. Auk þess styrkir félagið ýmis brýn verkefni í gegnum SSK og KÍ.

Helstu fjáröflunarleiðir Kvenfélags hrunamanna eru sala kaffiveitinga, dúkaleiga, kleinusala og nú síðastliðin tvö haust hafa konurnar fengið upp í hendurnar umsjón með Uppskerudeginum í Hrunamannahreppi og hefur sú vinna skilar félaginu svolitlu í kassann.

Konurnarn standa fyrir þorrablóti, jólaballi fyrir börnin, standa fyrir prjónakvöldum og bjóðum eldri borgurum sveitarinnar í skemmtiferð, auk þess sem þær hittumst á fundum. Á sumrin fara þær í skemmtiferð og nú í sumar var ferðinni heitið til Vestmannaeyja. Þar skoðuðu þær við ýmislegt, borðuðu fullt af góðum mat og áttu frábæran dag saman.

Núna eru stjórn og fjáröflunarnefnd félagsins í óðaönn að skipuleggja konukvöld sem haldið verður í Félagsheimili Hrunamanna föstudagskvöldið 9. nóvember nk. Þetta verður fín hátíð þar sem konur mæta í sínu fínasta pússi og skemmta sér og öðrum. Konurnar kalla kvöldið Bubblur og glitter, í anda stemningarinnar sem þær skapa. Kvöldið byrjar á fordrykki, svo verður matur, skemmtiatriði og happdrætti. Aðallega ætla þær að eiga góða kvöldstund með vinkonum, systrum, mæðgum og konum yfirleitt.

Þann 1. desember stendur kvenfélagið fyrir ferð til Edinborgar og stendur skráning í þá ferð nú yfir.

Kvenfélagskonur í Hrunamannahreppi taka ávallt fagnandi á móti nýjum félögum og vona að félagið vaxi og dafni og verði áfram mikilvægur hlekkur í samfélagsmynd Hrunamannahrepps.

Nýjar fréttir