-5.4 C
Selfoss

Íbúakosningin kærð til Dómsmálaráðuneytisins

Vinsælast

Úrskurður kjörnefndar, sem skipuð var á grundvelli laga af sýslumanninum á Suðurlandi, hefur verið kærður til Dómsmálaráðuneytisins, vegna íbúakosningar sem fram fór í Sveitarfélaginu Árborg 18. ágúst sl. Það var Aldís Sigfúsdóttir sem lagði kæruna fram.

Í úrskurði kærunefndar sýslumanns kom fram að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að tveir annmarkar hafi verið á undirbúningi kosn­inganna, en að hvorugur þeirra teljist galli sem hefði getað haft áhrif á niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar, hvort sem þeir séu metnir hvor fyrir sig eða sam­eiginlega.

Í bréfi frá ráðuneytinu til sveitarfélagsins sem lagt var fram til kynningar á fundi bæjarráðs Árborgar 17. október sl. segir: „Ráðuneytið mun nú óska eftir öllum gögnum málsins frá sýslumanni og að því búnu taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til þess að óska eftir gögnum frá sveitarfélaginu.“

Nýjar fréttir