-6.7 C
Selfoss

Nemendur og starfsfólk Hvolsskóla héldu upp á 110 ára afmæli skólans

Vinsælast

Þann 10. október árið 1908 tók Hvolsskóli formlega til starfa. Skólinn fagnaði af því tilefni 110 ára afmæli sínu miðvikudaginn 10. október sl.

Þegar skólinn var settur í fyrsta skipti bar hann nafnið Stórólfshvolsbarnaskóli og hafði aðsetur fyrstu árin í þinghúsi sveitarinnar. Árið 1927 var svo ákveðið að byggja nýjan skóla á Stórólfshvoli og þar var skólahald til 1980 eða allt þar til skólinn flutti á núverandi stað við Vallarbraut á Hvolsvelli.

Hvolsskóli er jarðvangsskóli, handhafi Grænfánans, og hefur hlotið hinar ýmsu viðurkenningar. Skólastarf hefur líka vaxið og dafnað frá byrjun skólahalds. Nú eru um 230 nemendur í skólanum úr öllu sveitarfélaginu. Skólastjóri Hvolsskóla er Birna Sigurðardóttir.

Nemendur, starfsfólk, kennarar og foreldrar tóku höndum saman á afmælisdaginn og mynduðu keðju utanum skólann og sungu afmælissönginn.

Nýjar fréttir