-3.6 C
Selfoss
Home Fréttir Foreldrasýning og málþing „Lof mér að falla“ í Árborg

Foreldrasýning og málþing „Lof mér að falla“ í Árborg

0
Foreldrasýning og málþing „Lof mér að falla“ í Árborg
Lof mér að falla. Mynd Imdb.

Þann 23. október nk. mun forvarnarteymi Árborgar bjóða foreldrum í sveitarfélaginu í bíó á myndina „Lof mér að falla“ á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. Að sýningu lokinni, verður málþing á Hótel Selfossi þar sem öllum foreldrum í sveitarfélaginu er boðið.

Á málþinginu, sem hefst kl. 20, eru erindi frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur og Jóhannes Kr. Kristjánsson ásamt fulltrúum frá barnavernd og lögreglu.

Berglind Ósk er systir Kristínar Gerðar sem lést langt fyrir aldur fram eftir harða baráttu við fíkniefni. Jóhannes Kr. Kristjánsson missti dóttur sína árið 2010 þá 17 ára gamla. Jóhannes hefur jafnfram fjallað um fíkniefni um árabil.

Sýning hefst kl. 17:30 þann 23. október nk. Að sýningu lokinni, kl. 20 hefst málþingið.