-6.7 C
Selfoss
Home Fréttir Aldís gegnir áfram stöðu bæjarstjóra í Hveragerði

Aldís gegnir áfram stöðu bæjarstjóra í Hveragerði

0
Aldís gegnir áfram stöðu bæjarstjóra í Hveragerði
Aldís Hafsteinsdóttir.

Aldís Hafsteinsdóttir var nýlega kjörin formaður Sambands íslenskskra sveitarfélaga. Hún hlakkar til að takast á við nýtt embætti. Aldís mun áfram gegna starfi bæjarstjóra í Hveragerði og sinna skyldum formanns samhliða. Fyrri formenn Sambandsins hafa gert slíkt hið sama enda er formaður Sambandsins ávallt í öðrum störfum samhliða formennskunni. Aldís hefur aftur á móti þegar sagt sig frá ýmsum öðrum embættum til að geta sinnt báðum þessum hlutverkum sem allra best.