-7 C
Selfoss

Selfyssingar komust áfram í þriðju umferð EHF-keppninnar

Vinsælast

Selfoss er komið áfram í þriðju umferð Evrópukeppni félags­liða, EHF-keppninni, eftir hreint út sagt magnaðan leik í Hleðsluhöllinni í gær gegn slóvenska liðinu RD Riko Ribnica. Selfoss þurfti að vinna upp þriggja marka tap eftir fyrri leikinn í Slóveníu. Strákarnir gerðu það og gott betur og unnu öruggan sex marka sig­ur, 32-26.

Selfoss hafði undirtökin á leikn­um allan tímann og leiddu í hálfleik var 15-10. Selfyssingar héldu Slóvenunum allan tímann fjórum til sex mörkum frá sér og unnu að lokum sex marka sigur. Einvígið unnu Selfyssingar því samanlagt 59-56.

Alexander Már fór á kostum í liði Selfoss og var markahæstur með 8 mörk, Einar skoraði 6/4, Elvar Örn 5, Hergeir og Atli Ævar 4 hvor, Haukur 3 og Árni Steinn 2. Pawel varði 12/1 skot í markinu og Sölvi varði 10/1 skot.

Með sigrinum er Selfoss komið áfram í 3. um­ferð Evrópukeppni félags­liða og verður í pottinum þegar dregið verð­ur í vikunni. Takist lið­inu að slá andstæðing sinn út í næstu um­ferð, sem fer fram í lok nóvember, er liðið komið í riðla­keppni Evrópu­keppni félags­liða.

Nýjar fréttir