-5 C
Selfoss

Stórsýningin Íslenskur landbúnaður 2018

Vinsælast

Undirbúningur að landbúnaðarsýningunni „Íslenskur landbúnaður 2018“, sem verður haldin í Laugardalshöll 12. til 14. október næstkomandi, stendur nú sem hæst. Núna eru 50 ár liðin frá því seinasta stóra landbúnaðarsýning var haldin í Höllinni.

Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra sýningarinnar, verður þetta stærsta landbúnaðarsýning sem haldin hefur verið í Höllinni. Nú þegar hafa yfir 90 fyrirtæki pantað bása bæði á útisvæði og innisvæði. Að sögn Ólafs kom mest á óvart hversu fjölbreyttur landbúnaður er stundaður á Íslandi: „Það eru ekki bara okkar fjölbreyttu og hreinu matvæli sem streyma frá bændum heldur stunda þeir ferðaþjónustu í æ ríkari mæli og líka skógrækt, orkuframleiðslu og hvers kyns heimilisiðnað. Allt verður þetta kynnt á sýningunni. Einnig verður afar áhugaverð fyrirlestradagskrá. Þessi sýning á eftir að koma á óvart.“

Sýningin verður opin föstudaginn 12. október kl. 14:00–19:00, laugardaginn 13. október kl. 10:00–18:00 og sunnudaginn 14. október kl. 10:00–17:00. Miðar gilda alla helgina og verð er aðeins kr. 1000. Frítt er fyrir aldraða, öryrkja, námsmenn og börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum.

Mynd:

(Laugardalshöll)

Nýjar fréttir