-4.1 C
Selfoss

Umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2018

Vinsælast

Umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar voru afhent á veitingastaðnum Lindinni á Laugarvatni 5. október sl. Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar hefur undanfarin ár staðið fyrir vali á umhverfisverðlaunum og hafa verið veitt verðlaun fyrir ýmis umhverfismál. Í ár fengu hjónin á Iðu þau Elinborg Sigurðardóttir og Guðmundur Ingólfsson verðlaunin fyrir þeirra baráttu gegn skógarkerflinum. Í umsögn umhverfisnefndar segir m.a. annars. “Við bæinn Iðu hafa þau Elinborg Sigurðardóttir kennari og Guðmundur Ingólfsson vélvirki hafið stríð gegn skógarkerflinum sem hefur náð að fjölga sér hressilega á helgunarsvæði Vegagerðarinnar og inn á tún til þeirra.

Þau hafa verið ótrúlega dugleg að minna okkur í sveitastjórn og umhverfisnefnd á kerfilinn. Í sumar hafa þau Elinborg og Guðmundur staðið í ströngu, slegið reglulega á helgunarsvæði Vegagerðarinnar, klipp í burtu þær plöntur sem þau sjá og hafa dreift sér upp um allar hæðir í nágrenninu. Nú er svo komið að kaflinn meðfram veginum við Iðu er orðinn með snyrtilegri vegabútum vegagerðarinnar og fallegt að horfa heim að Iðu frá þjóðveginum.”

 

Nýjar fréttir