2 C
Selfoss

Þriggja marka tap í fyrri leiknum

Vinsælast

Karlalið Selfoss tapaði 30-27 í fyrri leiknum gegn Ribnica frá Slóveníu í 2. umferð Evrópu­keppni félagsliða í handknattleik á laugardaginn.

Selfyssingar byrjuðu betur í leiknum og komstu í 2-6 en þá hrukku liðsmenn Ribnica í gang og komust yfir 12-9 og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13. Selfoss minnkaði muninn í seinni hálfleik niður í tvö mörk, en nær komust þeir ekki og þriggja marka tap staðreynd, 30-27. Þetta teljast fín úrslit miðað við styrkleika slóvenska liðsins. Mörk Selfoss skoruðu: Árni Steinn 6, Elvar Örn 5, Guðjón Baldur og Einar 4, Haukur 3, Hergeir og Atli Ævar 2 og Pawel 1. Pawel varði auk þess 10 skot og Helgi 2.

Þétt dagskrá er hjá liðinu í októ­ber, næsti leikur er gegn ÍBV í Eyjum miðvikudaginn 10. október, og seinni leikur liðsins gegn Ribnica í annarri umferð EHF-keppninnar verður leikinn í Hleðsluhöllinni á Selfossi (Iðu) laug­ar­daginn 13. október klukkan 18:00. Forsala miða fer fram í Hleðsluhöllinni klukkan 18:30 fimmtudaginn 11. október. For­sala fyrir Platínumkorthafa verð­ur sama dag kl. 18:00.

Nýjar fréttir