-6 C
Selfoss

Tónleikar í Selfosskirkju 10. október

Vinsælast

Góður tónn var í Ólafi B. Ólafssyni þegar hann hafði sambandvið Dagskrána á dögunum. Hann var þá nýkominn af æfingu með dóttur sinni Ingibjörgu Aldísi sópransöngkonu og fleira listafólki. Hópurinn hafði verið að æfa fyrir tónleika sem haldnir verða í Selfosskirkju miðvikudagskvöldið 10. október nk. „Það er alltaf jafn ánægjulegt að syngja fyrir Sunnlendinga og ekki síður að syngja með þeim eins og ég hefði gert í réttasöng til margra ára mest í Skaftholtsrétt og Reykjaréttum,“ sagði Ólafur. Hann tók fram, að Selfosskirkja væri einstaklega vel fallin til tónlistarflutnings og að farið yrði yfir ævistarf þriggja íslenskra óperusöngvara fyrri ára á tónleikunum eins og sjá mætti auglýst í blaðinu. „Að mæta í Selfosskirkju með fimm frábærum óperusöngvurum ásamt mjög góðum píanóleikara og fá að taka þátt í flutningnum með harmónikkuleik er óskastaða,“ sagði Ólafur að lokum.

Nýjar fréttir