3.9 C
Selfoss

Landsmót Samfés á Selfossi um helgina

Vinsælast

Núna um helgina mæta hundruðir ungmenna víðs vegar að á Landsmót Samfés, sem haldið er á Selfossi. Félagsmiðstöðin Zelsíuz mun senda átta unglinga á Landsmótið. Dagskráin er spennandi og fræðandi segir í tilkynningu frá Félagsmiðstöðinni Zelsíuz. Eitt af verkefnum Landsmótsgesta verður að kjósa nýtt ungmennaráð fyrir samtökin.

Landsmót Samfés sem haldið er að hausti ár hvert var haldið í fyrsta sinn á Blönduósi 1990 þar sem 25 aðildarfélagar Samfés komu saman.

Dagskrá Landsmóts Samfés er þríþætt. Annars vegar er unnið í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Auk þess er rík áhersla á mikilvægi þess að hitta jafnaldra sína, kynnast nýju fólki og að allir skemmti sér sem best.

Hins vegar eru lýðræðisleg vinnubrögð alls ráðandi á Landsmóti Samfés en lokadagur mótsins er helgaður Landsþingi ungs fólks. Það er Ungmennaráð Samfés sem hefur veg og vanda að því að skipuleggja þennan viðburð. Á Landsþinginu fær ungt fólk tækifæri til að tjá sig um hins ýmsu málefni þeim hugleikin. Í kjölfarið á Landsþinginu tekur Ungmennaráð saman niðurstöður og sendir ályktanir á ráðuneyti , sveitarstjórnir, fjölmiðla og aðildarfélaga Samfés.

Á Landsmóti fer einnig fram kosning í ungmennaráð Samfés. Alls er kosið í 9 kjördæmum, tvo aðalmenn og einn til vara. Samtals 18 aðalmenn og 9 varamenn. Markmið landsmótsins er að fulltrúar félagsmiðstöðva landsins, þ.e. stjórnir unglingaráða eða aðrir unglingar sem félagsmiðstöðin kýs að senda fyrir sína hönd hafi vettvang til að mynda tengsl og fá nýjar hugmyndir sem hægt er að nýta í starfi félagsmiðstöðvanna.

Nýjar fréttir