-1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Ítrekað stöðvaður við akstur þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum

Ítrekað stöðvaður við akstur þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum

0
Ítrekað stöðvaður við akstur þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum
Lögreglan á Suðurlandi

Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að ökumaður hefði verið stöðvaður í Hveragerði. Hann reyndist vera að aka þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuréttindum.  „Sá hefur þrívegis verið stöðvaður vegna þessa og lýkur væntanlega máli sínu með greiðslu sektar sem fer hækkandi við hverja ítrekun brota. Að endingu er það fangelsisdómur auk þess sem skylt er að gera bifreið viðkomandi upptæka til ríkissjóðs vegna ítrekaðs akstur án réttinda vegna sviptingar,“ segir í færslunni.