3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Vetraropnun tekin við í Fischersetri

Vetraropnun tekin við í Fischersetri

0
Vetraropnun tekin við í Fischersetri
Fischersetur á Selfossi.

Sumaropnun Fischerseturs á Selfossi lauk þann 15. september sl., en frá 15. maí hefur Setrið verið opið á hverjum degi kl. 13–16. Nú tekur við vetraropnun en þá er Setrið opnað samkvæmt samkomulagi. Hægt er að hringja í síma 894 1275 eða senda tölvupóst á netfangið fischersetur@gmail.com ef fólk vill skoða safnið.

Gestum í sumar fjölgaði
Líkt og oft áður voru um 98% gestanna í sumar erlendir og komu víðs vegar að, en greinilega flestir frá Ameríku. Margir gestanna voru skákmenn og hjá sumum þeirra var þetta einhvers konar pílagrímsferð. Gestir voru á öllum aldri. Greinileg aukning var í fjölda gesta þetta sumarið miðað við fyrri sumur.

Sjálfboðaliðar stóðu vaktina
Tuttugu og einn sjáfboðaliði stóðu vaktina í Fischersetri þetta sumarið og verður það aldrei endurtekið nógu oft að án þeirra liðsstyrks væri Setrið ekki starfandi í dag. Framkvæmdastjórn Fischerseturs vill sérstaklega þakka þeim fyrir þessa óeigingjörnu vinnu og aðstoð við uppbyggingu Fischerseturs, sem jafnframt styrkir bæjarfélagið á sviði ferðamennsku og þjónustu við ferðamenn. Þessir einstaklingar voru eftirfarandi í stafrófsröð: Aðalsteinn Geirsson, Anna Þóra Einarsdóttir, Árni Erlendsson, Böðvar Jens Ragnarsson, Eiríkur Harðarson, Eysteinn Jónasson, Gissur Jensson, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Lýðsson, Gunnar Einarsson, Hjörtur Þórarinsson, Kjartan Már Hjálmarsson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Jónsson, Óli Þ. Guðbjartsson, Óskar H. Ólafsson, Ragnar Gíslason, Vilhjálmur S. Pétursson, Þórður Guðmundsson og Örlygur Karlsson, auk Sjafnarblóma og starfsmanna þess.