-1.1 C
Selfoss

„Svanur ber undir bringudúni banasár“

Vinsælast

Næstu tónleikar að Kvoslæk í Fljótshlíð verða á morgun sunnudaginn 30. september. Þar mun Kammersveit Reykjavíkur flytja verk eftir Mozart, Jón Ásgeirsson, sem verður níræður í október, og hinn undurfagra og létta Oktett eftir Mendelsohn.

Hópinn frá Kammersveit Reykjavíkur skipa: Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla, Júlíana E. Kjartansdóttir, fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla, Svava Bernharðsdóttir, víóla, Inga Rós Ingólfsdóttir, selló, Sigurður Halldórsson, selló og Richard Korn, kontrabassi.

Síðustu tónleikar sumarsins að Kvoslæk verða laugardaginn 6. október kl. 15.00.

Þar flytur sönghópurinn Öðlingar sín uppáhaldslög undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar.

Nýjar fréttir