-6.8 C
Selfoss

Gáfu búnað til að tryggja öryggi framtíðarhúsasmiða

Vinsælast

Fimmtudaginn 20. septem­ber sl. afhentu fulltrúar frá Hilti-­Snickers, BYKO á Sel­fossi og Fjölbrautaskóla Suð­urlands nem­endum í grunn­námi bygg­inga- og mannvirkja­greina sér­stakan öryggisfatnað. Þar var um að ræða öryggisskó, buxur, bol, smíðavesti og vetr­ar­úlpu, auk öryggisgler­augna og örygg­is­hjálms. Nemendur greiddu fyrir hluta af fatnaðinum og FSu hluta.

„Með þessu viljum við tryggja að allir komi vel búnir til vinnu og heilir til baka. Það er mikil­vægt að öryggið sé strax sett framar öllu,“ segir Gunnar Bjarki Rúnarsson, versl­unar­stjóri BYKO á Selfossi.

BYKO gaf húsasmíða­braut­inni í FSu auk þess fjórar Bosch borvélar.-ög

Nýjar fréttir